Gisting fyrir gesti
Ef gestir koma utan að landi eða vilja gera vel við sig og gista á hóteli þá býður Parliament Hótel brúðkaupsgestum upp á 10% afslátt á gistingu (BAR verð eða Best Available Rate – Room only) ef bókað er beint í gegnum Hilton síðuna. Um er að ræða nýtt og glæsilegt hótel við Nasa sem er í göngufæri frá veislunni. Mikilvægt er að senda okkur bókunarnúmerið til að fá afsláttinn.
Bílastæði
Bílastæði gætu verið af skornum skammti við Listasafnið en við bendum gestum einnig á bílastæðahús Hörpunnar og við Hafnartorg sem eru opin allan sólarhringinn. Einnig er bílastæðahús við Vesturgötu sem lokar á miðnætti.
Veisla
Að athöfn lokinni er gestum boðið upp á fordrykk og snarl í sal Listahúss Reykjavíkur á meðan beðið er eftir brúðhjónum úr myndatöku. Veislustjórar og/eða móttökustjóri munu taka á móti ykkur og vísa ykkur inn í salinn.
Formleg dagskrá hefst klukkan 17:30.
#Hashtag
Við verðum með hashtaggið #GogS23 til að deila saman myndum og myndböndum frá deginum inn á Instagram. Endilega verið dugleg að nota það og þið megið auk þess gjarnan merkja brúðhjónin á myndum og myndböndum sem sett eru inn á Instagram með @sarahenny og @gunnlaugure.
Markmið kvöldsins
Markmið kvöldsins er einungis eitt og það er að við ætlum okkur að hafa gaman saman. Leyfum gleðinni að taka völdin og skemmtum okkur fram á nótt!
